Fumlaus viðbrögð á öllum vígstöðvum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. mars 2010 06:00 Náttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Enn sem komið er virðist ekki vera á ferðinni mikið gos en í fyrrinótt og í gær kom vel í ljós hversu vel bæði vísindamenn og almannavarnir fylgjast með jarðhræringum og eldvirkni, hversu miklu máli sú árvekni skiptir og síðast en ekki síst hversu vel viðbragðsáætlanir vegna náttúruhamfara eru unnar og hversu vel þær ganga upp þegar til þess kemur að vinna þarf eftir þeim. Atburðir helgarinnar minntu vel á að við eigum framúrskarandi almannavarnakerfi. Þar er á ferðinni smurð vél þar sem hver þáttur skilar sínu eins og best verður á kosið. Samhæfing aðila gengur snurðulaust þannig að ekkert atriði verður út undan. Strax og ljóst var að eldgos væri hafið í fyrrinótt var samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð virkjuð en þar er unnið eftir fyrirfram tilbúinni viðbragðsáætlun. Rýming þeirra bæja í nágrenni jökulsins sem taldir voru í hættu tók ekki nema tvær klukkustundir. Þremur fjöldahjálparstöðvum var komið á fót á Hellu, Hvolsvelli og í Vík en þangað komu þeir sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín til skráningar. Þessi aðgerð var fumlaus þótt um miðja nótt væri. Náttúruöflin á Íslandi eru til alls vís. Það er því gríðarlegur styrkur og mikið öryggi í því fólgið að við eigum vel samhæft og gott almannavarnakerfi sem fer af stað þegar glíma þarf við náttúruöflin. Þar er öryggi manna sett í forgang. Yfirsýn og yfirvegun einkennir störf þeirra fjölmörgu sem að verkefninu koma: starfsmenn Veðurstofu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínu og svo sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross Íslands. Allur þessi hópur vann framúrskarandi störf nú um helgina og mun gera áfram meðan þörf krefur. Mikið er lagt upp úr því að halda almannavörnunum vel smurðum með reglulegum æfingum. Um helgina kom í ljós hversu miklu það skiptir. Einnig er augljóst að fumlaus viðbrögð almannavarnakerfisins um helgina gefa góð fyrirheit um þau viðbrögð sem búast má við þegar enn öflugri náttúruhamfarir gera vart við sig. Við búum í landi þar sem náttúruöflin eru til alls vís. Enginn veit hvenær og hvernig þau láta á sér kræla. Það felst því mikið öryggi í vitneskjunni að almannavarnakerfið bregst ekki þegar á reynir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Náttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Enn sem komið er virðist ekki vera á ferðinni mikið gos en í fyrrinótt og í gær kom vel í ljós hversu vel bæði vísindamenn og almannavarnir fylgjast með jarðhræringum og eldvirkni, hversu miklu máli sú árvekni skiptir og síðast en ekki síst hversu vel viðbragðsáætlanir vegna náttúruhamfara eru unnar og hversu vel þær ganga upp þegar til þess kemur að vinna þarf eftir þeim. Atburðir helgarinnar minntu vel á að við eigum framúrskarandi almannavarnakerfi. Þar er á ferðinni smurð vél þar sem hver þáttur skilar sínu eins og best verður á kosið. Samhæfing aðila gengur snurðulaust þannig að ekkert atriði verður út undan. Strax og ljóst var að eldgos væri hafið í fyrrinótt var samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð virkjuð en þar er unnið eftir fyrirfram tilbúinni viðbragðsáætlun. Rýming þeirra bæja í nágrenni jökulsins sem taldir voru í hættu tók ekki nema tvær klukkustundir. Þremur fjöldahjálparstöðvum var komið á fót á Hellu, Hvolsvelli og í Vík en þangað komu þeir sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín til skráningar. Þessi aðgerð var fumlaus þótt um miðja nótt væri. Náttúruöflin á Íslandi eru til alls vís. Það er því gríðarlegur styrkur og mikið öryggi í því fólgið að við eigum vel samhæft og gott almannavarnakerfi sem fer af stað þegar glíma þarf við náttúruöflin. Þar er öryggi manna sett í forgang. Yfirsýn og yfirvegun einkennir störf þeirra fjölmörgu sem að verkefninu koma: starfsmenn Veðurstofu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínu og svo sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða kross Íslands. Allur þessi hópur vann framúrskarandi störf nú um helgina og mun gera áfram meðan þörf krefur. Mikið er lagt upp úr því að halda almannavörnunum vel smurðum með reglulegum æfingum. Um helgina kom í ljós hversu miklu það skiptir. Einnig er augljóst að fumlaus viðbrögð almannavarnakerfisins um helgina gefa góð fyrirheit um þau viðbrögð sem búast má við þegar enn öflugri náttúruhamfarir gera vart við sig. Við búum í landi þar sem náttúruöflin eru til alls vís. Enginn veit hvenær og hvernig þau láta á sér kræla. Það felst því mikið öryggi í vitneskjunni að almannavarnakerfið bregst ekki þegar á reynir.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun