Bjarni: Við ætlum okkur áfram Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 07:45 Fréttablaðið/Stefán KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Glentoran varð í þriðja sæti í norður-írsku deildinni síðasta vetur en deildarkeppninni þar lauk 1. maí síðastliðinn og hefst ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Gestirnir frá Norður-Írlandi ættu því ekki að vera í jafn góðu formi og KR-liðið. Liðið hefur aðeins leikið einn æfingaleik fyrir Íslandsferðina en þá tapaði Glentoran fyrir velsku meisturunum í TNS, 2-0. „Við vitum lítið um liðið en vitum þó að þetta er klassískt breskt félag. Spilar 4-4-2 sem beitir löngum boltum upp í hornin. Þaðan á boltinn svo að koma fyrir markið," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, en hann segir ekkert annað en sigur í kvöld koma til greina. „Við ætlum að komast áfram í þessari keppni. Ég myndi telja að þessi lið séu frekar áþekk og möguleikar okkar eru góðir. Stefnan er að vinna þennan leik og halda svo markinu hreinu á útivelli. Það er ágætis leið í þessari keppni. Það þýðir samt að við verðum að sækja á heimavelli." KR stóð sig afar vel í Evrópukeppninni í fyrra. Sló út gríska liðið Larissa og var ekki fjarri því að slá svissneska liðið Basel síðan út. Eftir það komst liðið á mikla siglingu í deildinni hér heima. „Þetta var mjög skemmtilegt í fyrra og þátttakan í keppninni kom okkur í gang. Menn fengu sjálfstraust við að sjá að þeir ættu í fullu tré við atvinnumannalið. Vissulega fórum við í gang í fyrra eftir Evrópukeppnina en við hugsum ekki of mikið um það. Þó það sé klisjukennt þá hugsum við bara um einn leik í einu," segir Bjarni. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Glentoran varð í þriðja sæti í norður-írsku deildinni síðasta vetur en deildarkeppninni þar lauk 1. maí síðastliðinn og hefst ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Gestirnir frá Norður-Írlandi ættu því ekki að vera í jafn góðu formi og KR-liðið. Liðið hefur aðeins leikið einn æfingaleik fyrir Íslandsferðina en þá tapaði Glentoran fyrir velsku meisturunum í TNS, 2-0. „Við vitum lítið um liðið en vitum þó að þetta er klassískt breskt félag. Spilar 4-4-2 sem beitir löngum boltum upp í hornin. Þaðan á boltinn svo að koma fyrir markið," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, en hann segir ekkert annað en sigur í kvöld koma til greina. „Við ætlum að komast áfram í þessari keppni. Ég myndi telja að þessi lið séu frekar áþekk og möguleikar okkar eru góðir. Stefnan er að vinna þennan leik og halda svo markinu hreinu á útivelli. Það er ágætis leið í þessari keppni. Það þýðir samt að við verðum að sækja á heimavelli." KR stóð sig afar vel í Evrópukeppninni í fyrra. Sló út gríska liðið Larissa og var ekki fjarri því að slá svissneska liðið Basel síðan út. Eftir það komst liðið á mikla siglingu í deildinni hér heima. „Þetta var mjög skemmtilegt í fyrra og þátttakan í keppninni kom okkur í gang. Menn fengu sjálfstraust við að sjá að þeir ættu í fullu tré við atvinnumannalið. Vissulega fórum við í gang í fyrra eftir Evrópukeppnina en við hugsum ekki of mikið um það. Þó það sé klisjukennt þá hugsum við bara um einn leik í einu," segir Bjarni.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira