Vill að Dagur víki 31. maí 2010 09:53 Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira