Jón Halldór: Átti ekki von á að stela sigrinum svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2010 22:30 Mynd/Daníel Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var kátur þegar hann kom brosandi út úr klefanum eftir sigursöngva með leikmönnum sínum eftir dramatískan 103-101 sigur á Hamar í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna sem fram fór í Hveragerði. Keflavík er þar með 2-1 yfir og kemst í lokaúrslitin með næsta sigri. „Þetta var ótrúlegt í alla staði. Við ætluðum að koma hingað og stela þessum leik en við vissum líka að þetta yrði rosalega erfitt að spila hérna. Ég átti samt ekki von á því að við myndum stela honum svona," sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Kristi Smith tryggði Keflavík sigurinn með þriggja stiga körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok. „Kristi er frábær leikmaður og hún vissi það vel að hún var ekki búin að gera vel í síðustu tveimur leikjum. Hún gerði vel í dag og ég sé ekki eftir því að hafa fengið hana til landsins," sagði Jón Halldór. „Hamarsliðið er rosalega vel mannað og þær eru með mjög góðan Pólverja sem er svakalega inn í teig og það er ekki hægt að eiga við hana. Hún skorar liggur við þegar henni dettur það í hug. Ef þú tekur pappírinn og berð okkar lið saman við Hamarsliðið þá er algjörlega klárt að þær eru betri á pappírunum. Við vissum alltaf að þetta yrði mjög erfitt," sagði Jón Halldór. „Planið var alltaf að vinna þennan leik en ekki fyrsta leikinn. Það gekk upp sem betur fer. Þetta er alls ekki búið og langt í frá. Ef ég þekki Ágúst Björgvinsson rétt þá á hann eftir að stilla strengina hjá sínu liði fyrir næsta leik," segir Jón Halldór lið hans kemst í lokaúrslitin með sigri í fjórða leiknum á sunnudaginn. „Við þurfum að vinna einn leik í Hveragerði til þess að eiga möguleika á því að vinna. Við við töldum að þetta væri leikurinn til þess að vinna. Það heppnaðist sem betur fer. Nú er þetta í okkar höndum," sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var kátur þegar hann kom brosandi út úr klefanum eftir sigursöngva með leikmönnum sínum eftir dramatískan 103-101 sigur á Hamar í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna sem fram fór í Hveragerði. Keflavík er þar með 2-1 yfir og kemst í lokaúrslitin með næsta sigri. „Þetta var ótrúlegt í alla staði. Við ætluðum að koma hingað og stela þessum leik en við vissum líka að þetta yrði rosalega erfitt að spila hérna. Ég átti samt ekki von á því að við myndum stela honum svona," sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Kristi Smith tryggði Keflavík sigurinn með þriggja stiga körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok. „Kristi er frábær leikmaður og hún vissi það vel að hún var ekki búin að gera vel í síðustu tveimur leikjum. Hún gerði vel í dag og ég sé ekki eftir því að hafa fengið hana til landsins," sagði Jón Halldór. „Hamarsliðið er rosalega vel mannað og þær eru með mjög góðan Pólverja sem er svakalega inn í teig og það er ekki hægt að eiga við hana. Hún skorar liggur við þegar henni dettur það í hug. Ef þú tekur pappírinn og berð okkar lið saman við Hamarsliðið þá er algjörlega klárt að þær eru betri á pappírunum. Við vissum alltaf að þetta yrði mjög erfitt," sagði Jón Halldór. „Planið var alltaf að vinna þennan leik en ekki fyrsta leikinn. Það gekk upp sem betur fer. Þetta er alls ekki búið og langt í frá. Ef ég þekki Ágúst Björgvinsson rétt þá á hann eftir að stilla strengina hjá sínu liði fyrir næsta leik," segir Jón Halldór lið hans kemst í lokaúrslitin með sigri í fjórða leiknum á sunnudaginn. „Við þurfum að vinna einn leik í Hveragerði til þess að eiga möguleika á því að vinna. Við við töldum að þetta væri leikurinn til þess að vinna. Það heppnaðist sem betur fer. Nú er þetta í okkar höndum," sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira