Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2010 18:01 Birgir Ármannsson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í saksóknaranefnd Alþingis. Mynd/ Anton. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde. Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde.
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira