Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði 21. maí 2010 04:00 Tilbúin í slaginn Helmingur starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga býður sig fram til sveitarstjórnar. Frá vinstri eru Elín Jóna Rósinberg, Anna María Elíasdóttir, Leó Örn Þorleifsson, Ragnar Smári Helgason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. [email protected] Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Fimm af tólf starfsmönnum Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga eru í framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra. Sennilegt er að fjögur úr sjóðnum nái kjöri í sveitarstjórn og að oddvitar framboðanna setjist í byggðaráð. Leó leiðir D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Elín Jóna Rósinberg fjármálastjóri er í oddvitasæti Samfylkingar og óháðra. Ragnar Smári Helgason sérfræðingur er í öðru sæti hjá Framsóknarflokki og Anna María Elíasdóttir fulltrúi í þriðja sæti. Sigurbjörg Jóhannsdóttir sérfræðingur er í öðru sæti á D-lista. „Einhverra hluta vegna var leitað mikið til okkar í þetta skiptið – og það af öllum listunum sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Leó. Reyndar er enn einn starfsmaður Fæðingarorlofssjóðs í framboði. Það er Rakel Runólfsdóttir sérfræðingur sem er í sjötta sæti D-listans. Hún starfar þó ekki á skrifstofunni í augnablikinu. Hún er í fæðingarorlofi. Íbúar í Húnaþingi vestra eru um ellefu hundruð talsins. Leó segir flutning Fæðingarorlofssjóðs til Hvammstanga á árinu 2007 hafa heppnast vel og hafa styrkt sveitarfélagið mikið. „Flutningurinn skapaði loksins tækifæri fyrir ungt fólk að flytjast heim og nýta sína menntun. Það er náttúrlega mjög hátt menntunarstigið hér á skrifstofunni og það er kannski ein ástæða þess að það er leitað til okkar með framboð. Menn eru kannski líka að reyna að sækja nýtt blóð og nýjar hugmyndir,“ veltir Leó fyrir sér. Pólitíkin í Húnaþingi vestra er ekki harðskeytt. Að minnsta kosti segir Leó engin stór átakamál kljúfa samfélagið í fylkingar eins og stundum gerist. „Hér leggja menn aðallega áherslu á að halda atvinnustiginu háu,“ segir hann. Þrátt fyrir að áhugi á meðal starfsmanna Fæðingarorlofssjóðs á stjórnmálum virðist mikill er pólitík ekki á dagskrá þar innan veggja. „Nei, pólitík er mjög lítið rædd hér á kaffistofunni og trúlega minna en víðast hvar annars staðar í samfélaginu. Það er alveg meðvitað að við erum ekki mikið að ræða þetta hér,“ segir Leó og undirstrikar að fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði færðir út fyrir vinnutíma Fæðingarorlofssjóðs svo þeir skarist ekki við starfsemi sjóðsins. „Við leggjum mikið upp úr því að svo verði,“ ítrekar forstöðumaðurinn. [email protected]
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira