Skoðun

Áskorun til alþingismanna

Tryggvi Gíslason skrifar
Íslensk þjóð hefur oft gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Það mun hún einnig gera nú með dugnaði og samstöðu á grundvelli sameiginlegra verðmæta, aukinnar menntunar og náttúruauðlinda.

Það sem skiptir máli, er að allir taki höndum saman: stjórnmála-menn, launþegasamtök og samtök atvinnulífsins, embættismenn, fulltrúar almennings og fjölmiðlar – og horfi fram á veginn.

Undanfari endurreisnar efnahagslífs er pólitísk endurreisn, bætt siðferði í stjórnmálum, aukinn heiðar-leiki í viðskiptum og fjármálum og þroskuð umræðuhefð, mannvirðing og jafnrétti á öllum sviðum.

Þegar við höfum fast land undir fótum, heimilum landsins hefur verið bjargað úr skuldafeni, óttinn er horfinn og dómgirni hefur vikið fyrir yfirvegaðri umræðu, reynum við að átta okkur á því hvað gerðist.

En fyrsta skrefið er samvinna alþingismanna og myndun þjóðstjórnar. Alþingismenn allra flokka sameinist!




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×