Fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast á tíu árum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2010 19:00 Samkvæmt gögnum Golfsambands Íslands eru 75 prósent af kylfingum á Íslandi karlar. Meirihluti kylfinga er á aldrinum 22-49 ára eða 44 prósent. 18 prósent kylfinga eru 18 ára eða yngri og 38 prósent eru 50 ára og eldri. Það hefur orðið algjör sprenging í iðkun golfs á Íslandi á síðustu árum og fjöldi iðkenda hefur tvöfaldast á aðeins tíu árum. 16.240 kylfingar eru skráðir í 65 golfklúbba á Íslandi. Fjölgunin milli ára er 700 eða um 5 prósent. Fjölmennasti klúbbur landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með 2.900 félaga. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er næststærstur og skráði inn 300 nýliða á árinu. Þó svo rúmlega 16.000 kylfingar séu skráðir í klúbba þá er áætlað samkvæmt neyslu- og lífsstílskönnun Capacent að um 40.00 einstaklingar stundi golf þó svo þeir séu ekki í klúbbi. Golfsambandið ætlar ekki að láta þar við sitja og hyggst enn fjölga kylfingum. Nýlega setti sambandið af stað kynningarátak með yfirskriftinni "Vertu með" en það átak á að kynna golf almennt og fjölga kylfingum meðal barna og ungmenna. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Samkvæmt gögnum Golfsambands Íslands eru 75 prósent af kylfingum á Íslandi karlar. Meirihluti kylfinga er á aldrinum 22-49 ára eða 44 prósent. 18 prósent kylfinga eru 18 ára eða yngri og 38 prósent eru 50 ára og eldri. Það hefur orðið algjör sprenging í iðkun golfs á Íslandi á síðustu árum og fjöldi iðkenda hefur tvöfaldast á aðeins tíu árum. 16.240 kylfingar eru skráðir í 65 golfklúbba á Íslandi. Fjölgunin milli ára er 700 eða um 5 prósent. Fjölmennasti klúbbur landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með 2.900 félaga. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er næststærstur og skráði inn 300 nýliða á árinu. Þó svo rúmlega 16.000 kylfingar séu skráðir í klúbba þá er áætlað samkvæmt neyslu- og lífsstílskönnun Capacent að um 40.00 einstaklingar stundi golf þó svo þeir séu ekki í klúbbi. Golfsambandið ætlar ekki að láta þar við sitja og hyggst enn fjölga kylfingum. Nýlega setti sambandið af stað kynningarátak með yfirskriftinni "Vertu með" en það átak á að kynna golf almennt og fjölga kylfingum meðal barna og ungmenna.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira