Tiger Woods er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 10:29 Tiger Woods slær hér úr sandglompu á þriðja keppnisdegi Chevron mótsins. AP Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Woods hefur ekki sigrað á golfmót á þessu ári en hann það hefur ekki gerst frá árinu 2001 að hann fer í gegnum heilt keppnisár án þess að landa sigri. Woods er á 17 höggum undir pari vallar en McDowell er á 13 höggum undir pari. „Ég hlakka til að hefja leik á morgun og ég finn að ég get haldið áfram að leika vel," sagði Woods í gær en hann er í öðru sæti heimslistans á eftir Englendingnum Lee Westwood. Englendingurinn Paul Casey er þriðji á 9 höggum undir pari en hann fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi en þar sló hann boltann ofaní holuna af teig með 7-járni.Rpry McIlroy frá Norður-Írlandi gerði stór mistök á 18. braut þar sem hann lék á 7 höggum eða þremur höggum yfir par. Síðasta braut vallarins hefur farið illa með McIlroy en sem lék hana á 6 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Hann er í 4.-7. sæti á 7 höggum undir pari.Staðan fyrir lokadaginn: Tiger Woods -17 Graeme McDowell -13 Paul Casey -9 Rory McIlroy -7 Sean O'Hair -7 Hunter Mahan -7 Luke Donald -7 Ian Poulter -6 Nick Watney -6 Zach Johnson -4 Stewart Cink -4 Jim Furyk par Steve Stricker+ 2 Anthony Kim + 3 Bubba Watson + 3 Matt Kuchar+ 4 Dustin Johnson + 5 Camilo Villegas + 5Graeme McDowell frá Norður-Írlandi.APMótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods heldur sínu striki á Chevron meistaramótinu í golfi og er hann með fjögurra högga forskot á Graeme McDowell frá Norður-Írlandi fyrir lokadaginn. Woods hefur ekki sigrað á golfmót á þessu ári en hann það hefur ekki gerst frá árinu 2001 að hann fer í gegnum heilt keppnisár án þess að landa sigri. Woods er á 17 höggum undir pari vallar en McDowell er á 13 höggum undir pari. „Ég hlakka til að hefja leik á morgun og ég finn að ég get haldið áfram að leika vel," sagði Woods í gær en hann er í öðru sæti heimslistans á eftir Englendingnum Lee Westwood. Englendingurinn Paul Casey er þriðji á 9 höggum undir pari en hann fór holu í höggi á öðrum keppnisdegi en þar sló hann boltann ofaní holuna af teig með 7-járni.Rpry McIlroy frá Norður-Írlandi gerði stór mistök á 18. braut þar sem hann lék á 7 höggum eða þremur höggum yfir par. Síðasta braut vallarins hefur farið illa með McIlroy en sem lék hana á 6 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Hann er í 4.-7. sæti á 7 höggum undir pari.Staðan fyrir lokadaginn: Tiger Woods -17 Graeme McDowell -13 Paul Casey -9 Rory McIlroy -7 Sean O'Hair -7 Hunter Mahan -7 Luke Donald -7 Ian Poulter -6 Nick Watney -6 Zach Johnson -4 Stewart Cink -4 Jim Furyk par Steve Stricker+ 2 Anthony Kim + 3 Bubba Watson + 3 Matt Kuchar+ 4 Dustin Johnson + 5 Camilo Villegas + 5Graeme McDowell frá Norður-Írlandi.APMótið er ávallt haldið á Sherwood vellinum í Kaliforníu en völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus. Fyrsta móti fór fram árið 1999 og var haldið á Grayhawk vellinum í Arizona og þar léku aðeins 16 kylfingar. Til samanburðar má nefna að á venjulegu PGA móti eru yfirleitt 150 kylfingar sem taka þátt. Eins og áður segir er Tiger Woods aðalhvatamaðurinn að þessu móti og hefur honum tekist bærilega að fá bestu kylfinga heims til þess að taka þátt. Verðlaunaféð er í sérflokki en gestgjafinn hefur gefið styrktarstjóði sínum allt verðlaunaféð sem hann hefur unnið á þessu móti frá upphafi.Sigurvegurum stórmótana fjögurra er ávallt boðið ásamt stigahæstu kylfingum heimslistans. Þar að auki býður styrktarsjóður Woods fjórum kylfingum á mótið.Frá árinu 2009 hefur mótið verið formlegur hluti af stigakerfi heimslistans en mótið sjálft telst ekki vera hluti af bandarísku PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira