Orðaleppar og angurgaparf Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 28. maí 2010 06:00 Alltaf stinga upp kollinum nýir tískufrasar í tali þeirra sem fara með himinskautum í opinberri umræðu. Væri Orðabókinni sæmst að halda úti leppaskrá á netinu sem mældi tíðni frasanna og skilgreindi um leið hvaða hugmynd virðist liggja að baki - nú eða hugmyndaleysi. Í útvarpsþætti á gufunni á fimmtudag varð málsnjallri ungri konu tíðrætt um orku, ekki orkumál í skilningi virkjunarmála eða orkuneyslu landsmanna, nei, hún var að tala um persónuleika og hæfni flytjenda í dansverki. Jón var með öðruvísi orku en Gunna og orka karlmanna var önnur í samstarfi hópdans en orka kvenna. Líkast til er þetta bráðdrepandi smit úr nýaldarfræðum sem er lagst á sinnið á leikhúsfólki þar sem ég hef rekist mest á leppinn upp á síðkastið en hætt er við að leppasæknir spjallmenn taki það upp á stærri vettvangi. Þannig hlýtur Ögmundur Jónasson að hafa orku ólíka Pétri Blöndal, Hanna Birna að hafa orku ólíka Sóleyju Tómasdóttur. Auglýsing hennar sýnir aðra orku en auglýsingar Dags. Orkuþvaðrið er ígildi margra nákvæmari lýsinga á hæfileikum, geislun og áhrifamætti einstaklinga. Tiltækið að misnota orkuna á þennan hátt skilur raunar eftir tóm í merkingu, gat sem allir geta spáð í - vitaskuld vegna þess að þeir hafa mismunandi orku. Víst gæti Orkustofnun sett mælitæki á menn. Af okkur stafar krafti í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. Arkitekt greindi frá því að hitakostnaði í breskum barnaskólum væri haldið lágum yfir nótt og orkumagn nemenda sem kæmu heitir inn í morguninn dygði til að hækka hitastigið svo það yrði viðunandi til setu eftir tiltekinn mínútufjölda í skólastofunni að morgni dags. Við eigum örugglega heimsmet í orkusóun á hverjum degi í hitun húsa, keyrslu bíla, áti á rafmagni, vannýtingu á hæfileikum. Við erum jú vélar og á mörgum okkar sést í holdafari slak-ur orkubúskapur. Íslenskt samfélag gæti örugglega sparað mikið í orkuneyslu sinni og nýtt hana í annað og þarfara. En til þess að breyta því þarf líka orku. Breytingar útheimta líka orku og margir nenna því ekki, hafa ekki til þess þá hirðusemi sem þarf og þekkja ekki hvað orkan er okkur dýr af því að við hugsum ekki þannig. Við erum spreðarar á stórum skala. Við höfum þannig orku og það er eyðslusemi sem kostar mikla orku. Eða þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Alltaf stinga upp kollinum nýir tískufrasar í tali þeirra sem fara með himinskautum í opinberri umræðu. Væri Orðabókinni sæmst að halda úti leppaskrá á netinu sem mældi tíðni frasanna og skilgreindi um leið hvaða hugmynd virðist liggja að baki - nú eða hugmyndaleysi. Í útvarpsþætti á gufunni á fimmtudag varð málsnjallri ungri konu tíðrætt um orku, ekki orkumál í skilningi virkjunarmála eða orkuneyslu landsmanna, nei, hún var að tala um persónuleika og hæfni flytjenda í dansverki. Jón var með öðruvísi orku en Gunna og orka karlmanna var önnur í samstarfi hópdans en orka kvenna. Líkast til er þetta bráðdrepandi smit úr nýaldarfræðum sem er lagst á sinnið á leikhúsfólki þar sem ég hef rekist mest á leppinn upp á síðkastið en hætt er við að leppasæknir spjallmenn taki það upp á stærri vettvangi. Þannig hlýtur Ögmundur Jónasson að hafa orku ólíka Pétri Blöndal, Hanna Birna að hafa orku ólíka Sóleyju Tómasdóttur. Auglýsing hennar sýnir aðra orku en auglýsingar Dags. Orkuþvaðrið er ígildi margra nákvæmari lýsinga á hæfileikum, geislun og áhrifamætti einstaklinga. Tiltækið að misnota orkuna á þennan hátt skilur raunar eftir tóm í merkingu, gat sem allir geta spáð í - vitaskuld vegna þess að þeir hafa mismunandi orku. Víst gæti Orkustofnun sett mælitæki á menn. Af okkur stafar krafti í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. Arkitekt greindi frá því að hitakostnaði í breskum barnaskólum væri haldið lágum yfir nótt og orkumagn nemenda sem kæmu heitir inn í morguninn dygði til að hækka hitastigið svo það yrði viðunandi til setu eftir tiltekinn mínútufjölda í skólastofunni að morgni dags. Við eigum örugglega heimsmet í orkusóun á hverjum degi í hitun húsa, keyrslu bíla, áti á rafmagni, vannýtingu á hæfileikum. Við erum jú vélar og á mörgum okkar sést í holdafari slak-ur orkubúskapur. Íslenskt samfélag gæti örugglega sparað mikið í orkuneyslu sinni og nýtt hana í annað og þarfara. En til þess að breyta því þarf líka orku. Breytingar útheimta líka orku og margir nenna því ekki, hafa ekki til þess þá hirðusemi sem þarf og þekkja ekki hvað orkan er okkur dýr af því að við hugsum ekki þannig. Við erum spreðarar á stórum skala. Við höfum þannig orku og það er eyðslusemi sem kostar mikla orku. Eða þannig.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun