NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2010 11:00 Jason Terry fagnar mikilvægari körfu í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104 NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira
Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104
NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Sjá meira