Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi 13. desember 2010 00:01 Torfi býr nú í háhýsi í Kópavogi ásamt eiginkonunni Aðalbjörgu Albertsdóttur. Fréttablaðið/GVA Þegar ég var tekinn upp í bátinn á leið á spítalann kvaddi ég með því að bjóða góða nótt. Samt var hábjartur dagur. Pabbi tók það sem spádómsorð fyrir því að ég kæmi ekki aftur, en það fór á annan veg." Þannig lýsir Torfi Guðbrandsson því er hann, á þriggja ára afmælinu, hélt frá heimili sínu að Heydalsá í Steingrímsfirði áleiðis á Sjúkrahús Ísafjarðar árið 1926. Langt frá sinni fjölskyldu háði hann fimm ára baráttu við berkla sem löskuðu hann bæði í mjöðm og baki. „Ég lá í gifsi á sjúkrahúsinu í tvö ár vegna baksins, stundum reyrður niður. Þriðja árið var ég á fótum og átti að fá að fara heim en þá hlupu berklarnir í mjöðmina á mér og tvö ár bættust við," útskýrir hann. „Margir vorkenna mér að hafa verið á spítalanum svona lengi og vissulega leiddist mér stundum en oft var líka gaman og ég átti mínar ánægju- og hamingjustundir. Það var fólkinu í kringum mig að þakka, bæði þeim sem hjúkruðu mér og sjúklingum sem meðal annars kenndu mér að lesa." Sex ára á spítalanum. Mynd/Úr einkasafni. Meðal þess sem Torfi minnist með gleði er jólin á sjúkrahúsinu og undirbúningur undir þau. „Ein hjúkrunarkona kom með klippipappír til mín og ég bjó til fíl úr honum með turn á bakinu. Svo var borinn fram góður matur á jólunum og presturinn var með helgistund. Það þurfti ekki meira til að gleðja lítið hjarta." Torfi er fæddur á Heydalsá 1923, einn af ellefu börnum Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Guðbrands Björnssonar. „Við vorum fjögur systkinin sem fengum berkla en ég var lengst að heiman," segir hann. Hann segir móður sína tvisvar hafa komið til Ísafjarðar á þessum fimm árum og dvalið nokkra daga í hvort skipti en föður sinn hafa átt erindi þangað árlega. „Þegar ég kom heim hafði ég misst Ásgeir bróður minn en eignast tvær systur, Vigdísi og Aðalbjörgu," rifjar hann upp. „Þannig að það voru ýmsar breytingar orðnar eftir fimm ára fjarveru."- gun Jólahald Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Þegar ég var tekinn upp í bátinn á leið á spítalann kvaddi ég með því að bjóða góða nótt. Samt var hábjartur dagur. Pabbi tók það sem spádómsorð fyrir því að ég kæmi ekki aftur, en það fór á annan veg." Þannig lýsir Torfi Guðbrandsson því er hann, á þriggja ára afmælinu, hélt frá heimili sínu að Heydalsá í Steingrímsfirði áleiðis á Sjúkrahús Ísafjarðar árið 1926. Langt frá sinni fjölskyldu háði hann fimm ára baráttu við berkla sem löskuðu hann bæði í mjöðm og baki. „Ég lá í gifsi á sjúkrahúsinu í tvö ár vegna baksins, stundum reyrður niður. Þriðja árið var ég á fótum og átti að fá að fara heim en þá hlupu berklarnir í mjöðmina á mér og tvö ár bættust við," útskýrir hann. „Margir vorkenna mér að hafa verið á spítalanum svona lengi og vissulega leiddist mér stundum en oft var líka gaman og ég átti mínar ánægju- og hamingjustundir. Það var fólkinu í kringum mig að þakka, bæði þeim sem hjúkruðu mér og sjúklingum sem meðal annars kenndu mér að lesa." Sex ára á spítalanum. Mynd/Úr einkasafni. Meðal þess sem Torfi minnist með gleði er jólin á sjúkrahúsinu og undirbúningur undir þau. „Ein hjúkrunarkona kom með klippipappír til mín og ég bjó til fíl úr honum með turn á bakinu. Svo var borinn fram góður matur á jólunum og presturinn var með helgistund. Það þurfti ekki meira til að gleðja lítið hjarta." Torfi er fæddur á Heydalsá 1923, einn af ellefu börnum Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Guðbrands Björnssonar. „Við vorum fjögur systkinin sem fengum berkla en ég var lengst að heiman," segir hann. Hann segir móður sína tvisvar hafa komið til Ísafjarðar á þessum fimm árum og dvalið nokkra daga í hvort skipti en föður sinn hafa átt erindi þangað árlega. „Þegar ég kom heim hafði ég misst Ásgeir bróður minn en eignast tvær systur, Vigdísi og Aðalbjörgu," rifjar hann upp. „Þannig að það voru ýmsar breytingar orðnar eftir fimm ára fjarveru."- gun
Jólahald Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira