Möguleikar Íslands Heiðar Guðjónsson skrifar 22. mars 2011 06:00 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar