NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 09:00 Slagsmálin sem urðu til þess að þremur leikmönnum var vísað af velli í fyrri hálfleik. Mynd/AP Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni. NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. LeBron James skoraði 35 stig í leiknum en Miami tapaði í fyrrinótt fyrir hans gamla liði, Cleveland, sem er með lakasta árangur allra liða í deildinni. John Wall, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, var rekinn af velli í fyrri hálfleik en munurinn á liðunum var þó aðeins eitt stig, 91-90, í fjórða leikhlutanum. Dwyane Wade setti þá niður þrist fyrir sína menn og Washington náði ekki að ógna forystu Miami frekar eftir það. James var góður í nótt og tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar auk stiganna 35 sem hann skoraði. Wade var með 33 stig og níu stoðsendingar og Chris Bosh með 26 stig. Wall var rekinn af velli eftir að hann brást illa við olnbogaskotum frá þeim Zydrunas Ilgauskas og Juwan Howard. Hinir tveir voru einnig reknir af velli. Miami er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðið er með næstum jafn góðan árangur og Boston sem er í öðru sætinu. Chicago er hins vegar með ágæta forystu á toppi deildarinnar en liðið vann Minnesota í nótt, 108-91. Derrick Rose var öflugur sem fyrr og skoraði 23 stig og gaf tíu stoðsendingar en hann spilaði samt ekkert í fjórða leikhlutanum.Milwaukee vann Toronto, 104-98. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en þeir Andrew Bogut og Drew Gooden náðu báðir tvöfaldri tvennu í leiknum.Atlanta vann Orlando, 85-82, í uppgjöri tveggja sterkra liða í Vesturdeildinni. Joe Johnson kom Atlanta yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka en Jameer Nelson klúðraði tveimur tækifærum sem hann fékk eftir það til að jafna metin. Orlando er í fjórða sæti deildarinnar og með nokkuð mikla forystu á Atlanta sem er í því fimmta.Oklahoma City vann Phoenix, 116-98. Kevin Durant og James Harden skoruðu báðir 22 stig fyrir Oklahoma City.Philadelphia vann Houston, 108-97. Jrue Holiday var með 24 stig og tólf stiðsendingar og Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.New Orleans vann Portland, 95-91. Carl Landry skoraði 21 stig fyrir New Orleans sem kom sér þar með upp í sjötta sæti Vesturdeildarinnar á kostnað Portland.New York vann New Jersey, 120-116. Carmely Anthony skoraði 39 stig fyrir New York í sínum öðrum leik í röð.Memphis vann Golden State, 110-91. Tony Allen skoraði 21 stig fyrir Memphis sem náði með sigrinum að tryggja að liðið verði með jákvætt sigurhlutfall á tímabilinu. Það er í fyrsta sinn í fimm ár sem það tekst.Indiana vann Detroit, 111-101. Darren Collison skoraði 20 stig og Danny Granger sautján fyrir Indiana.Denver vann Sacramento, 104-90. Ty Lawson skoraði 20 stig og þeir JR Smith og Danilo Gallinari voru með sautján hvor.Charlotte vann Cleveland, 98-97. Boris Diaw skoraði 26 stig og tryggði sínum mönnum sigur þegar fjórtán sekúndur voru til leiksloka.Dallas vann LA Clippers, 106-100. Dirk Nowitzky skoraði 24 stig fyrir Dallas en liðið vann þar með sinn 27. leik á útivelli á tímabilinu sem er besti árangur allra liða í deildinni.
NBA Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira