Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2011 12:11 Geir Haarde segir furðu sæta að saksóknari hafi tekið sér sjö mánuði í að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja. Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Saksóknari Alþingis gaf í gær út ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir meint brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í henni er Geir meðal annars gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins á tímum þegar stórfelld hætta vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði. Geir Haarde baðst undan viðtali við fréttastofu vegna málsins en sagði þó að sér fyndist furðu sæta að það hafi tekið saksóknara Alþingis sjö mánuði að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu frá því í september í fyrra. Ákæran sé ein og hálf blaðsíða að lengd og sakarefnin ekki rökstudd með neinum hætti. Hann telur með ólíkindum að forseti Landsdóms skuli hafa látið það viðgangast að málsmeðferðin hafi tafist um sjö mánuði. Geir telur að ákæruskjalið hefði átti að gefa út um miðjan október, strax eftir ákæru Alþingis og með því móti hefði verið hægt að ljúka málinu á skömmum tíma og sparað málsaðilum tíma, fyrirhöfn og kostnað. Þess í stað blasir við að málsmeðferðin dragist fram til ársins 2012. Andri Árnason verjandi Geirs segir við Fréttablaðið í dag að hann hafi búist við rökstuddum málatilbúnaði eftir 7 mánaða rannsókn hjá saksóknara Alþingis, eins og lög geri ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Ákæruatriðin séu vægast sagt loðin, teygjanleg og óljós. Ekki sé hægt að ákæra mann fyrir óljós sakarefni. Í lögum er gert ráð fyrir að saksóknari sé bundinn við ákæru Alþingis og þær upplýsingar fengust frá saksóknaraembættinu að ekki tíðkaðist að rökstyðja sakarefni í ákærum. Rökstuðningur sakarefna fari fram í málflutningi fyrir dómstólum. Verjandi Geirs á von á því að fá tæplega fjögur þúsund blaðsíður af fylgiskjölum í hendur fljótlega. Saksóknari hefur lagt fram vitnalista. Á honum eru 43 nöfn, meðal annars fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjórar og bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja.
Landsdómur Tengdar fréttir Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Saksóknari hefur ákært Geir Saksóknari Alþingis hefur gefið út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna meintra brota hans á tímabilinu febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Í ákærunni er Geir sakaður um að hafa framið brotin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi. Ákæran er í tveimur liðum og skiptist fyrri liðurinn í fimm undirliði. 10. maí 2011 16:07
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. 11. maí 2011 08:00