Geir: Ólafur búinn að læra þessa hegðun af þeim stóru í útlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2011 19:55 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira