Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns 16. júní 2011 09:48 Hafsteinn Þór Hauksson, lektor. „Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30