Ólafía Þórunn með tveggja högga forskot hjá konunum - erfitt hjá Tinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2011 16:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11 Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst eftir annan dag í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í dag eftir að hafa leikið á pari í gær. Hún er því á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eyglóu Myrru Óskarsdóttur úr Golfklúbbnum Oddi. Eygló Myrra var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hinsvegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. Signý Arnórsdóttir úr GK er í 3. sæti á þremur höggum yfir pari en GR-ingurinn Berglind Björnsdóttir kemur síðan í 4. sætinu höggi á eftir. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í dag. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær (nýtt vallarmet) en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Tinna er í 7. til 9. sæti.Staðan hjá konunum eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 7. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +6 7. Tinna Jóhannsdóttir, GK +6 10. Karen Guðnadóttir, GS +11
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira