Ummæli Williams vekja mikla athygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2011 13:30 Williams og Scott fara yfir málin á Bridgestone-mótinu í Akron um helgina. Nordic Photos/AFP Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari. „Ég hef verið kylfusveinn í 33 ár, unnið 145 titla, en þessi er sá besti,“ sagði Williams við fjölmiðla að mótinu loknu. Þykja ummælin gera lítið úr frábæru samstarfi Williams og Tiger Woods um árabil. Bandarískir fjölmiðlar telja Williams enn ósáttan við starfslok sín hjá Woods. Williams segir Woods hafa sagt sér upp í símtali þrátt fyrir að Woods hafi aðra sögu að segja. Adam Scott kippti sér lítið upp við þá athygli sem Williams fékk eftir sigurinn á sinn kostnað. „Nú get ég rætt við ykkur um Steve í staðinn fyrir Tiger,“ sagði Scott en kylfingar hafa ítrekað verið spurðir út í frammistöðu Woods innan vallar sem utan undanfarna mánuði. „Það eru örugglega fleiri kylfingar sem hefðu ekkert á móti því,“ bætti Williams við. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari. „Ég hef verið kylfusveinn í 33 ár, unnið 145 titla, en þessi er sá besti,“ sagði Williams við fjölmiðla að mótinu loknu. Þykja ummælin gera lítið úr frábæru samstarfi Williams og Tiger Woods um árabil. Bandarískir fjölmiðlar telja Williams enn ósáttan við starfslok sín hjá Woods. Williams segir Woods hafa sagt sér upp í símtali þrátt fyrir að Woods hafi aðra sögu að segja. Adam Scott kippti sér lítið upp við þá athygli sem Williams fékk eftir sigurinn á sinn kostnað. „Nú get ég rætt við ykkur um Steve í staðinn fyrir Tiger,“ sagði Scott en kylfingar hafa ítrekað verið spurðir út í frammistöðu Woods innan vallar sem utan undanfarna mánuði. „Það eru örugglega fleiri kylfingar sem hefðu ekkert á móti því,“ bætti Williams við.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira