Kínverjar segja Ronaldo vera hrokagikk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 11:30 Ronaldo gaf aðeins meira af sér við þennan unga dreng en blaðamenn í Kína. Nordic Photos / AFP Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn. Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn.
Spænski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Í beinni: Aston Villa - Juventus | Hörkuleikur á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Sjá meira