Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 10:30 Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Vilhelm Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira