Studdi ekki framlag til að halda áfram saksókn gegn Geir 5. desember 2011 10:55 Atli Gíslason, formaður saksóknarnefndar Alþingis, sat hjá. Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Atli Gíslason alþingismaður studdi ekki 12 miljóna króna framlag til sérstaks saksóknara Alþingis svo hann gæti haldið áfram saksókninni gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Í atkvæðagreiðslu um þennan lið eftir 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið var Atli í hópi tólf þingmanna sem sátu hjá en hann var sem kunnugt er formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til að Geir yrði ákærður. Tillagan var samþykkt með 28 atkvæðum gegn 14. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu allir nei og gerði Birgir Ármannsson grein fyrir því fyrir hönd þingflokksins: ,,Við greiðum atkvæði um tillögu um fjárveitingu til embættis sérstaks saksóknara Alþingis vegna málaferla sem ákveðin voru á Alþingi fyrir ári. Afstaða okkar sjálfstæðismanna gagnvart þessum málaferlum hefur alltaf legið ljós fyrir og þess vegna munum við greiða atkvæði gegn þessari fjárveitingu þó að hún muni væntanlega ná í gegn. Við viljum undirstrika andstöðu okkar við málaferlin sem, eins og við margítrekuðum á síðasta ári, eru pólitískt leikrit, pólitísk aðför en ekki réttarfarslegt mál." Atli Gíslason útskýrði ekki hjásetu sína í atkvæðagreiðslunni undir þessum lið. Þegar fréttastofan innti hann skýringa sagði Atli í skriflegu svari að hjáseta sín hefði enga þýðingu um afstöðu sína í Landsdómsmálinu og vísaði til almennrar atkvæðaskýringar í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Þar minnist Atli engu orði á viðbótarframlagið til saksóknara Alþingis en segist munu sitja hjá um flest atriði nema hvað hann muni styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Af þingmönnunum 28 sem studdu tillöguna var aðeins einn úr stjórnarandstöðu, Margrét Tryggvadóttir, en allir viðstaddir stjórnarliðar, 18 þingmenn Samfylkingarinnar og 9 þingmenn VG, studdu fjárveitingu til að halda málaferlum áfram gegn Geir. Auk Atla Gíslasonar sátu hjá þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari.
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira