NFL: Tebow tapaði - Denver réð ekki við Tom Brady og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2011 09:12 Tom Brady og Tim Tebow. Mynd/AP Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Sigurganga Tim Tebow og liðsfélaga hans í Denver Broncos í ameríska fótboltanum endaði í gær þegar liðið tapaði 23-41 á heimavelli á móti New England Patriots. Topplið Green Bay Packers tapaði líka sínum fyrsta leik á tímabilinu. Denver Broncos hafði unnið sex leiki í röð þar af þá fjóra síðustu eftir að hafa komið til baka á ævintýralegan hátt í fjórða leikhluta. Tim Tebow, leikstjórnandi liðsins, var óvænt búinn að stela sviðsljósinu með einstökum sigurvilja og hann skoraði sjálfur snertimark í fyrstu sókn í leiknum í gær. Denver komst í 16-7 í byrjun leiks og allt leit vel út. New England Patriots liðið fór þá í gang og leit ekki til baka eftir það. Patriots vann þarna sinn sjötta leik í röð og tryggði sér með þessum sigri sigur í AFC Austur riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppninni. „Þetta var mjög góður dagur fyrir okkur. Það var allt á öðrum endanum í byrjun en við sýndum mikinn andlegan styrk með að snúa þessu okkur í vil," sagði Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Green Bay Packers var búið að vinna þrettán fyrstu leiki sína á tímabilinu og höfðu ekki tapað leik síðan í desember 2010 þegar þeir heimsóttu Kansas City Chiefs sem var nýbúið að reka þjálfara sinn og hafði tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum. Kansas City Chiefs vann mjög óvæntan 19-14 sigur og endaði 19 leikja sigurgöngu Packers sem eru ríkjandi NFL-meistarar. Indianapolis Colts fagnaði líka sínum fyrsta sigri á tímabilinu þegar liðið vann Tennessee Titans 27-13.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira