Alfreð og Íris Mist best í Kópavogi 4. janúar 2011 18:32 Frá verðlaunaafhendingunni í kvöld. Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti. Innlendar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru í kvöld kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu einnig í dag viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsídeildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A landsleik á árinu og var fastamaður í 21árs landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega einbeittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú í til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunktinum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðsfélögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistaraliðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinnur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti.
Innlendar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira