Ekta Suðurríkjasæla 9. mars 2011 10:00 Stefán og kokkar Perlunnar eru að búa sig undir Food and Fun. Mynd/Vilhelm Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin. „Við ákváðum að prófa eitthvað alveg nýtt og koma þannig fólki svolítið á óvart. Enda óhætt að segja að fáir tengi matargerð af þessu tagi við okkur," segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar. Í tilefni af Food and Fun gefst gestum kostur á að bragða á öllu því besta í Suðurríkjamatseld í næstu viku. Djöflaegg með kavíar, rækjur í kryddsósu og bleikja með svörtum baunum í forrétt, grilluð önd í aðalrétt og búðingur og kanilís með karamellu og rommi, er á meðal þess sem matreiðslumeistarinn Brant Tesky, frá Acadiana Restaurant, mun útbúa sérstaklega fyrir gesti á veitingastað Perlunnar í komandi viku.Brant Tesky.Það verður því seint hægt að halda öðru fram en að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi á spennandi matseðlinum. „Enda leggjum við okkur fram við að bjóða aðeins það besta," segir Stefán og getur þess að meðan á matarhátíðinni standi verði venjulegi matseðilinn ekki í boði. Að hans sögn hefur Perlan frá upphafi tekið þátt í hátíðinni sem honum finnst stöðugt vaxa ásmegin. „Í fyrstu tóku nokkrir staðir þátt og lítill tími gafst í undirbúning. Með tíð og tíma hefur þeim fjölgað og góð reynsla komin á hátíðina, sem hefur náð að festa sig í sessi í matarmenningu Íslendinga." Þá segir Stefán íslenska matreiðslumenn ekki síður en almenning njóta góðs af komu erlenda kokkanna. „Þeir erlendu skilja alltaf eftir sig einhver áhrif og þeir íslensku viða því að sér nýrri ómetanlegri þekkingu, sem þeir þyrftu kannski annars að sækja sér erlendis og með meiri fyrirhöfn." Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Segja má að ósvíkin Suðurríkjastemning muni ríkja á veitingastað Perlunnar í næstu viku, þegar matar- og menningarhátíðin Food and Fun verður haldin. „Við ákváðum að prófa eitthvað alveg nýtt og koma þannig fólki svolítið á óvart. Enda óhætt að segja að fáir tengi matargerð af þessu tagi við okkur," segir Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri Perlunnar. Í tilefni af Food and Fun gefst gestum kostur á að bragða á öllu því besta í Suðurríkjamatseld í næstu viku. Djöflaegg með kavíar, rækjur í kryddsósu og bleikja með svörtum baunum í forrétt, grilluð önd í aðalrétt og búðingur og kanilís með karamellu og rommi, er á meðal þess sem matreiðslumeistarinn Brant Tesky, frá Acadiana Restaurant, mun útbúa sérstaklega fyrir gesti á veitingastað Perlunnar í komandi viku.Brant Tesky.Það verður því seint hægt að halda öðru fram en að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi á spennandi matseðlinum. „Enda leggjum við okkur fram við að bjóða aðeins það besta," segir Stefán og getur þess að meðan á matarhátíðinni standi verði venjulegi matseðilinn ekki í boði. Að hans sögn hefur Perlan frá upphafi tekið þátt í hátíðinni sem honum finnst stöðugt vaxa ásmegin. „Í fyrstu tóku nokkrir staðir þátt og lítill tími gafst í undirbúning. Með tíð og tíma hefur þeim fjölgað og góð reynsla komin á hátíðina, sem hefur náð að festa sig í sessi í matarmenningu Íslendinga." Þá segir Stefán íslenska matreiðslumenn ekki síður en almenning njóta góðs af komu erlenda kokkanna. „Þeir erlendu skilja alltaf eftir sig einhver áhrif og þeir íslensku viða því að sér nýrri ómetanlegri þekkingu, sem þeir þyrftu kannski annars að sækja sér erlendis og með meiri fyrirhöfn."
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira