Verða góðar manneskjur 23. mars 2011 16:33 Séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Fréttablaðið/Stefán Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat Fermingar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Séra Birgir Ásgeirsson segir fermingarundirbúninginn samtal og samfélag um trúna milli unglingsins, fjölskyldunnar og kirkjunnar. „Mér finnst fermingarundirbúningurinn vera samtal um trúna og tækifæri unglingsins til að kynnast sjálfum sér og bera sig saman við trúarlegan og siðfræðilegan þátt í eigin lífi. Hvað er ég, hver vil ég vera og hvert stefni ég, og þá um leið hver er Guð?“ segir séra Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju. Birgir segir fermingarundirbúning hafa breyst gegnum tíðina en hann tók vígslu árið 1973. Enn sé þó fjallað um sömu grundvallaratriðin, siðareglur kristinnar trúar. „Fermingarfræðslan fjallar um manngildi og náungakærleika, hvers virði það er að taka tillit til annarra og sýna samkennd. Einnig er talað um fjölskylduna og þann kærleika sem þar getur þróast og þrifist. Það hvernig fermingarfræðslan sjálf fer fram hefur breyst. Utanbókarlærdómur og yfirheyrslur heyra sögunni til og frekar er reynt að ná til hvers og eins. Í Hallgrímskirkju höfum við í vetur fengið foreldrana til að mæta í nokkra tíma með krökkunum. Það er dásamlegt þegar þeir vilja vera með því fermingarundirbúningurinn er einnig samfélag innan fjölskyldunnar, innan kirkjunnar og samfélag við vinina.“ Spurður hvort tilgangur fermingarinnar gleymist jafnvel hjá foreldrum í veraldlegum undirbúningi, segir hann alltaf mikið umstang fylgja stórri veislu. Hann telji þó fermingarundirbúninginn yfirleitt ánægjulegan tíma hjá foreldrum. „Undirbúningurinn skapar ákveðna samræðu innan fjölskyldunnar sem ég held að sé mjög mikilvæg. En það má ekki vanmeta það að fermingin er líka helgihald. Að iðka sína trú með því að fara með bænirnar sínar og kynna sér guðsorð.“ En kemst boðskapurinn til skila til 14 ára krakka í dag? „Unglingar eru óskaplega skemmtilegt fólk en ekki alltaf auðveldir. Að geta nálgast manneskju á þessum aldri er vandasamt en líka spennandi. Það er þeim mikilvægt að finnast þau viðurkennd og að þau séu tekin gild. Við prestar viljum gera fermingarundirbúninginn ánægjulegan og hjálpa krökkunum að skilja mikilvægi þess að eiga góða að og verða sjálf góðar manneskjur.“ Séra Birgir hefur bæði fermt og skýrt hundruð fólks á löngum prestferli. Hann segir alltaf gaman að ferma einhvern sem hann hefur jafnvel skírt og eins hafi hann stundum fermt börn fólks sem hann hafi skírt. „Það er sérstakt að fá að fylgjast með hvernig fjölskyldur vaxa og þróast og hvernig kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það myndast tengsl sem mér þykir vænt um.“- rat
Fermingar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira