Áður en þú segir nei Vigfús Geirdal skrifar 8. apríl 2011 10:00 Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun