Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi 25. maí 2011 04:00 Helgi V. Jóhannsson og Sigurdís Þorláksdóttir segja síðustu daga hafa verið hræðilega. Kindur og lömb hafa drepist og hross hafa ekki skilað sér heim til þeirra á Arnardranga. Þau vona þó að hrossin komist heim og þykir þeim útlitið betra nú en fyrstu dagana eftir að gosið hófst. fréttablaðið/valli Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. [email protected] Grímsvötn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. [email protected]
Grímsvötn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira