Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:00 Helga Margrét á blaðamannafundi. Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" Innlendar Pistillinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?"
Innlendar Pistillinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira