Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn 16. september 2011 06:00 Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. Náttúruauðurinn: Sérstaða íslenskrar náttúru Sérstaða íslenskrar náttúru felst í einstöku landslagi, mótuðu af eldsumbrotum og breytingum jökla. Hér eru afar umfangsmikil hraun, einstakir fossar og einhver mestu víðerni í allri Evrópu. Lífríki er víða sérstætt, m.a. í ferskvatni og á háhitasvæðum. Á hálendinu er að finna miklar andstæður eyðimarka og gróðurvinja sem láta fáa ósnortna. Hér má finna kyrrð og njóta þagnar, gæði sem eru hverfandi í heimi sem sífellt verður þéttbýlli. Þá eru hér gjöful fiskimið, og allmiklar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma. Þetta er náttúruauðurinn, arfur sem við berum ábyrgð á gagnvart samtímanum og framtíðinni, og gagnvart Íslendingum sem og öðrum jarðarbúum. Hér skiptir fámenni í stóru landi miklu máli, því við eigum enn óráðstafað talsverðu landrými og auðlindum. Við eigum valkosti, en því fylgir líka mikil ábyrgð. Mun okkur bera gæfu til að verja þennan arf okkar, líkt og menningararfinn á sínum tíma, svo hann nýtist einnig komandi kynslóðum? Úr vörn í sókn Náttúruvernd og umgengni við náttúruauðinn er margslungið samfélagslegt fyrirbæri. Á undanförnum árum hefur náttúruverndarumræðan verið hörð og erfið og fyrst og fremst snúist um virkjanamál, sem sennilega fór hæst í kringum Kárahnjúkavirkjun. Umræðan hefur verið í farveginum „með eða á móti“ virkjunum, jafnvel með eða á móti atvinnuuppbyggingu, og fólki stillt upp í tvær andstæðar fylkingar. Sama má segja um umræðu um ágengar tegundir. Óeðlilegt er að stilla hlutum upp með þessum hætti. Í ljósi mikilvægis náttúruauðsins sem grundvallarundirstöðu í afkomu og velsæld mannsins, væri mun eðlilegra að umræðan snerist um að svara fyrir hugmyndir sem skerða náttúruauðinn. Almennt séð þurfum við þó í sameiningu að þróa umræðuna frá því að snúast fyrst og fremst um að bregðast við eftir á (slökkvistarf) yfir í mun forvirkari eða fyrirbyggjandi farveg. Til þess eru fjölmörg tækifæri með samræðu, menntun og miðlun. Okkur tókst að bjarga menningararfinum og við eigum líka alla möguleika til að standa vörð um náttúruarfinn. Snúum úr vörn í sókn. Jákvæð teikn á lofti Við erum nú stödd í afdrifaríku tímabili í sögu náttúruverndar á Íslandi. Við erum að teikna upp og festa í sessi verndar- og virkjanakosti og setja ný náttúruverndarlög. Vinna að rammaáætlun og hvítbók um náttúruvernd veita okkur tækifæri til að gera þetta faglega og með langtímasýn í huga. Sem dæmi má nefna að ekki má líðast að skipta virkjana- og verndarkostum eftir einhverju taflborði ólíkra pólitískra hagsmuna, heldur á rökum um skynsamlega nýtingu og verndun náttúruauðsins, þess arfs sem við þurfum að gæta. Höfum þetta að leiðarljósi í vinnunni fram undan og okkur mun farast hún vel úr hendi. Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru. Til hamingju með náttúruna sjálfa!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun