Dagbækur Tryggva studdu ákvörðunina 8. október 2011 04:15 Auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra sátu blaðamannafundinn Valgerður María Sigurðardóttir (lengst t.v.) sem starfar með hinum nýja starfshópi, Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og dr. Jón Friðrik Sigurðsson yfirsálfræðingur á Landspítala, sem báðir eiga sæti í starfshópnum.Frettabladid/Stefán Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald má[email protected] Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að skipa starfshóp til að fara yfir þetta umfangsmikla sakamál sem lifað hefur með þjóðinni í á fjórða tug ára. Ráðherra greindi frá því að í vikunni hefði hann fengið í hendur 1.190 undirskriftir þar sem krafist væri rannsóknar og endurupptöku málsins. „Til marks um það hve umdeilt málið er má benda á að aðeins frá því að ég tilkynnti áform mín [um að koma hreyfingu á málið] í byrjun þessarar viku hefur komið fram fjöldi ólíkra tillagna um hvernig standa mætti að málum,“ sagði ráðherra. Hann benti enn fremur á að endurupptaka málsins fyrir dómstólum hafi verið reynd án árangurs árið 1997. „Með tilkomu dagbóka eins sakborninga í málinu hefur nú komið ný sýn á málið og réttarsálfræðingur í fremstu röð á heimsvísu, Gísli Guðjónsson, hefur lýst því yfir að efni þeirra sé þannig að tilefni sé til að rannsaka málið á ný. Þau orð renna enn frekari stoðum undir þá ákvörðun mína að láta málið ekki kyrrt liggja,“ sagði Ögmundur enn fremur og vísaði þar til fréttaskýringaþáttar Helgu Arnardóttur, fréttamanns á Stöð 2, sem nýverið kom með þessar nýju umræddu upplýsingar í málinu fram í dagsljósið. Ráðherra sagði enn fremur að þó að ný samþykkt lög um rannsóknarnefndir Alþingis væru mikilvæg réttarbót teldi hann að gjalda bæri varhug við að færa rannsókn sakamáls, sem þegar hefði verið dæmt í Hæstarétti Íslands, inn á vettvang Alþingis án þess að málið væri sérstaklega reifað og undirbúið þannig að að öll rök lægju fyrir slíkri málsmeðferð. Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári. Ráðherra sagði að í þeirri skýrslu myndi koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhald má[email protected]
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira