Kraftaverkastelpan á kassanum Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. nóvember 2011 20:00 Bónusstelpan eftir Rögnu Sigurðardóttur. Bækur. Bónusstelpan. Ragna Sigurðardóttir. Mál og menning. Diljá, aðalsögupersóna Bónusstelpunnar, er að ljúka myndlistarnámi í Listaháskólanum og fær snjalla hugmynd að lokaverkefni. Hún hyggst afgreiða á kassa í Bónus „með Bónusbleikt hár og skærbleikar varir" undir vökulli myndavélarlinsu, sem sýnir gjörning hennar í safnrýminu meðan á útskriftarsýningunni stendur. Fljótlega fer að bera á því að viðskiptavinir sækja frekar á kassann til Diljár en annarra, vegna þess að sá kvittur hefur komist á kreik að glaðlynda Bónusstelpan miðli gæfu til viðskiptavina sinna og geri ef til vill kraftaverk. Lífseig trú Íslendinga á hið óútskýrða og yfirnáttúrulega er hinn rauði þráður sögunnar. Fólk úr öllum áttum sækir til Diljár í von um að hún aðstoði það við að láta enda ná saman, hjálpi þeim að uppfylla vonir sínar og þrár, og lækni jafnvel sjúka ættingja þeirra. Diljá er nokkuð óþroskuð ung kona, lítt þolinmóð og hugsar ekki alltaf áður en hún framkvæmir. Hún er fávís og fordómafull á köflum, kynnir sig t.d. fjálglega sem „antífemínista" og segir m.a. því til útskýringar að konur geti gert allt sem þær ætli sér, vegna þess að Vigdís hafi verið hér forseti í 16 ár. Diljá er líka fremur lengi að gera sér grein fyrir því að trú fólksins á Bónusstelpuna sé raunveruleg. Í upphafi hafði hún ekki skýrara markmið með gjörningnum heldur en að hann yrði: „List í tengslum við samfélagið. Eitthvað þannig." Bónusstelpan er margradda saga, þar sem brugðið er upp myndum af persónum sem ýmist tengjast Diljá fjölskyldu- eða vinaböndum eða eru hluti þess hóps sem sækir í að nálgast hana sem kraftaverkastúlku. Foreldrar hennar og systir, hinn dularfulli Hafliði, kona með með óléttuþráhyggju og maðurinn hennar, kona sem fór mjög illa út úr hruninu og kona sem njósnar um aðra eru meðal þeirra persóna sem fá pláss í sögunni. Höfundur tæpir á margvíslegum búksorgum þeirra: einn karlmaðurinn er t.d. svo myndarlegur að hann hefur alla ævi orðið fyrir kynferðislegri áreitni kvenna, annar getur ekki unnið vegna stöðugs bakverks og þriðji hefur einangrast í geðrænum veikindum og gripið til óhefðbundinna aðferða til þess að tengja sig við samfélagið. Að mörgu leyti er Bónusstelpan prýðileg bók, vel hugsuð og skemmtileg, en hún ristir ekki sérlega djúpt. Diljá tekur út nokkurn þroska í sögunni og það skín í gegn boðskapurinn um að ekki skyldi fólk dæma of fljótt, þar sem öll eigum við okkur sögu, sem ekki blasir við öðrum við fyrstu sýn, öll eigum við þrár og óuppfylltar langanir. Á köflum verður matreiðslan á þeim sannindum nokkuð klisjukennd, en það bætir höfundurinn upp með forvitnilegri söguuppbyggingu og snjallri persónusköpun. Niðurstaða: Prýðileg skáldsaga sem ef til vill ristir ekki sérlega djúpt, en státar af skemmtilegum persónum og byggir á frumlegri hugmynd. Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Bónusstelpan. Ragna Sigurðardóttir. Mál og menning. Diljá, aðalsögupersóna Bónusstelpunnar, er að ljúka myndlistarnámi í Listaháskólanum og fær snjalla hugmynd að lokaverkefni. Hún hyggst afgreiða á kassa í Bónus „með Bónusbleikt hár og skærbleikar varir" undir vökulli myndavélarlinsu, sem sýnir gjörning hennar í safnrýminu meðan á útskriftarsýningunni stendur. Fljótlega fer að bera á því að viðskiptavinir sækja frekar á kassann til Diljár en annarra, vegna þess að sá kvittur hefur komist á kreik að glaðlynda Bónusstelpan miðli gæfu til viðskiptavina sinna og geri ef til vill kraftaverk. Lífseig trú Íslendinga á hið óútskýrða og yfirnáttúrulega er hinn rauði þráður sögunnar. Fólk úr öllum áttum sækir til Diljár í von um að hún aðstoði það við að láta enda ná saman, hjálpi þeim að uppfylla vonir sínar og þrár, og lækni jafnvel sjúka ættingja þeirra. Diljá er nokkuð óþroskuð ung kona, lítt þolinmóð og hugsar ekki alltaf áður en hún framkvæmir. Hún er fávís og fordómafull á köflum, kynnir sig t.d. fjálglega sem „antífemínista" og segir m.a. því til útskýringar að konur geti gert allt sem þær ætli sér, vegna þess að Vigdís hafi verið hér forseti í 16 ár. Diljá er líka fremur lengi að gera sér grein fyrir því að trú fólksins á Bónusstelpuna sé raunveruleg. Í upphafi hafði hún ekki skýrara markmið með gjörningnum heldur en að hann yrði: „List í tengslum við samfélagið. Eitthvað þannig." Bónusstelpan er margradda saga, þar sem brugðið er upp myndum af persónum sem ýmist tengjast Diljá fjölskyldu- eða vinaböndum eða eru hluti þess hóps sem sækir í að nálgast hana sem kraftaverkastúlku. Foreldrar hennar og systir, hinn dularfulli Hafliði, kona með með óléttuþráhyggju og maðurinn hennar, kona sem fór mjög illa út úr hruninu og kona sem njósnar um aðra eru meðal þeirra persóna sem fá pláss í sögunni. Höfundur tæpir á margvíslegum búksorgum þeirra: einn karlmaðurinn er t.d. svo myndarlegur að hann hefur alla ævi orðið fyrir kynferðislegri áreitni kvenna, annar getur ekki unnið vegna stöðugs bakverks og þriðji hefur einangrast í geðrænum veikindum og gripið til óhefðbundinna aðferða til þess að tengja sig við samfélagið. Að mörgu leyti er Bónusstelpan prýðileg bók, vel hugsuð og skemmtileg, en hún ristir ekki sérlega djúpt. Diljá tekur út nokkurn þroska í sögunni og það skín í gegn boðskapurinn um að ekki skyldi fólk dæma of fljótt, þar sem öll eigum við okkur sögu, sem ekki blasir við öðrum við fyrstu sýn, öll eigum við þrár og óuppfylltar langanir. Á köflum verður matreiðslan á þeim sannindum nokkuð klisjukennd, en það bætir höfundurinn upp með forvitnilegri söguuppbyggingu og snjallri persónusköpun. Niðurstaða: Prýðileg skáldsaga sem ef til vill ristir ekki sérlega djúpt, en státar af skemmtilegum persónum og byggir á frumlegri hugmynd.
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira