Ekta gamaldags jól 10. desember 2011 21:00 Hildur Hálfdanardóttir. „Mér finnst tilheyra jólahátíðinni að fá til mín börnin og fjölskyldur þeirra, og ekkert sjálfsagðara né eðlilegra en að stórfjölskyldan sé saman á aðfangadagskvöld," segir Hildur sem í áratugi hefur átt hátíðlegustu stund ársins með öllum sínum afkomendum, alls fjórum ættliðum. „Mér þykir óskaplega vænt um að við getum verið svona saman og hef verið heppin að allt mitt fólk hefur haldið heilsu. Við setjumst að langborði í stofunni þegar jólin koma klukkan sex og börnin vilja öll halda í hefðirnar. Hér er því enginn aðfangadagur nema húsið angi af rjúpnailmi og ekki má bregðast að jarðarberjafrómas sé á borðum. Ég reyndi ein jólin að breyta til og bjóða upp á triffle og súkkulaðimús, en uppskar mikil vonbrigði að launum," segir Hildur og hlær að minningunni. Þau Karl eiga saman þrjú börn sem öll eru gift. Börn þeirra eiga sjö börn og barnabörnin sex börn, en sjöunda langömmubarnið er væntanlegt fyrir áramót. „Þegar fjölmennast var við jólaborðið steikti ég 24 rjúpur, en sjálf kunni ég ekki að meta rjúpur fyrr en ég kynntist manninum mínum. Hann fór til rjúpna með föður sínum á Seyðisfirði sem unglingur og hélt áfram að afla jólamatarins þar til fyrir fáeinum árum. Eldri sonur okkar erfði veiðieðli föður síns og skýtur nú rjúpurnar, en í fyrra var enga rjúpu að fá og þá borðuðum við svínasteik eins og ég ólst upp við í eldgamla daga," segir Hildur. Hún segir mikinn pakkafjöld fylgja börnum sínum og langan tíma fara í að útbýta gjöfunum. „Við hjónin kaupum alltaf norðmannsþin og skreytum með jólaskrautinu sem hefur fylgt okkar búskap frá upphafi. Yngstu börn fjölskyldunnar skreyta tréð með okkur og þeim þykir ævintýri að handfjatla gamla skrautið," segir Hildur, en á aðfangadagskvöld fá eldri börnin mikilvægt hlutverk. „Það barn sem er næst fermingaraldri er fengið til að lesa á pakkana og það næsta í aldursröðinni ber pakkana á milli. Við opnum eina jólagjöf í einu svo allir sjái hvað hver fékk og frá hverjum. Þetta eru því ekta, gamaldags jól í hátíðlegu andrúmslofti," segir Hildur um samfundi stórfjölskyldunnar á aðfangadagskvöld.Hildi finnst tilheyra jólahátíðinni að fá börnin og fjölskyldur þeirra á aðfangadagskvöld. Á myndinni til hægri er Hildur með eiginmanni sínum, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum í stofunni heima á aðfangadagskvöld 2008. Tvo maka vantar á myndina og tvö langömmubörn hafa bæst í hópinn síðan myndin var tekin.„Ég hef ætíð verið meðvituð um að allt hafi sinn tíma og ef fækkar í hópnum vegna flutnings eða annars tek ég því af skynsemi og skilningi. Hins vegar þætti mér eflaust tómlegt ef við sætum bara tvö saman á aðfangadagskvöld," segir Hildur sem aðra jóladaga hátíðarinnar fer á milli jólaboða barna sinna og hittir þar fólkið sitt á ný. „Ég er mikil stemningsmanneskja og veðrast upp við að hafa allt mitt yndislega fólk í kringum mig, í matarilmi, jólaljósum og kyrrðinni þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum" ómar í jólamessu útvarpsins."- þlg Ómissandi jólajarðarberjafrómas Hildar Hildur gerir jafnan tvöfalda uppskrift handa stórfjölskyldunni sinni. 3 egg 150 g sykur 3 dl rjómi 6 plötur matarlím stór dós niðursoðin jarðarber Leggið matarlím í bleyti í köldu vatni. Stífþeytið saman egg og sykur. Þeytið rjóma. Leysið matarlím upp á vægum hita í smávegis af jarðarberjasafa og blandið smám saman við eggjahræruna. Blandið þá þeyttum rjóma varlega saman við og að lokum jarðarberjum. Skreytið með rjómatoppum og fallegu súkkulaðiskrauti. Jólafréttir Mest lesið Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Laxamús á jóladag Jól Jólakompumarkaður undir stúku Jól
„Mér finnst tilheyra jólahátíðinni að fá til mín börnin og fjölskyldur þeirra, og ekkert sjálfsagðara né eðlilegra en að stórfjölskyldan sé saman á aðfangadagskvöld," segir Hildur sem í áratugi hefur átt hátíðlegustu stund ársins með öllum sínum afkomendum, alls fjórum ættliðum. „Mér þykir óskaplega vænt um að við getum verið svona saman og hef verið heppin að allt mitt fólk hefur haldið heilsu. Við setjumst að langborði í stofunni þegar jólin koma klukkan sex og börnin vilja öll halda í hefðirnar. Hér er því enginn aðfangadagur nema húsið angi af rjúpnailmi og ekki má bregðast að jarðarberjafrómas sé á borðum. Ég reyndi ein jólin að breyta til og bjóða upp á triffle og súkkulaðimús, en uppskar mikil vonbrigði að launum," segir Hildur og hlær að minningunni. Þau Karl eiga saman þrjú börn sem öll eru gift. Börn þeirra eiga sjö börn og barnabörnin sex börn, en sjöunda langömmubarnið er væntanlegt fyrir áramót. „Þegar fjölmennast var við jólaborðið steikti ég 24 rjúpur, en sjálf kunni ég ekki að meta rjúpur fyrr en ég kynntist manninum mínum. Hann fór til rjúpna með föður sínum á Seyðisfirði sem unglingur og hélt áfram að afla jólamatarins þar til fyrir fáeinum árum. Eldri sonur okkar erfði veiðieðli föður síns og skýtur nú rjúpurnar, en í fyrra var enga rjúpu að fá og þá borðuðum við svínasteik eins og ég ólst upp við í eldgamla daga," segir Hildur. Hún segir mikinn pakkafjöld fylgja börnum sínum og langan tíma fara í að útbýta gjöfunum. „Við hjónin kaupum alltaf norðmannsþin og skreytum með jólaskrautinu sem hefur fylgt okkar búskap frá upphafi. Yngstu börn fjölskyldunnar skreyta tréð með okkur og þeim þykir ævintýri að handfjatla gamla skrautið," segir Hildur, en á aðfangadagskvöld fá eldri börnin mikilvægt hlutverk. „Það barn sem er næst fermingaraldri er fengið til að lesa á pakkana og það næsta í aldursröðinni ber pakkana á milli. Við opnum eina jólagjöf í einu svo allir sjái hvað hver fékk og frá hverjum. Þetta eru því ekta, gamaldags jól í hátíðlegu andrúmslofti," segir Hildur um samfundi stórfjölskyldunnar á aðfangadagskvöld.Hildi finnst tilheyra jólahátíðinni að fá börnin og fjölskyldur þeirra á aðfangadagskvöld. Á myndinni til hægri er Hildur með eiginmanni sínum, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum í stofunni heima á aðfangadagskvöld 2008. Tvo maka vantar á myndina og tvö langömmubörn hafa bæst í hópinn síðan myndin var tekin.„Ég hef ætíð verið meðvituð um að allt hafi sinn tíma og ef fækkar í hópnum vegna flutnings eða annars tek ég því af skynsemi og skilningi. Hins vegar þætti mér eflaust tómlegt ef við sætum bara tvö saman á aðfangadagskvöld," segir Hildur sem aðra jóladaga hátíðarinnar fer á milli jólaboða barna sinna og hittir þar fólkið sitt á ný. „Ég er mikil stemningsmanneskja og veðrast upp við að hafa allt mitt yndislega fólk í kringum mig, í matarilmi, jólaljósum og kyrrðinni þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum" ómar í jólamessu útvarpsins."- þlg Ómissandi jólajarðarberjafrómas Hildar Hildur gerir jafnan tvöfalda uppskrift handa stórfjölskyldunni sinni. 3 egg 150 g sykur 3 dl rjómi 6 plötur matarlím stór dós niðursoðin jarðarber Leggið matarlím í bleyti í köldu vatni. Stífþeytið saman egg og sykur. Þeytið rjóma. Leysið matarlím upp á vægum hita í smávegis af jarðarberjasafa og blandið smám saman við eggjahræruna. Blandið þá þeyttum rjóma varlega saman við og að lokum jarðarberjum. Skreytið með rjómatoppum og fallegu súkkulaðiskrauti.
Jólafréttir Mest lesið Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin Laxamús á jóladag Jól Jólakompumarkaður undir stúku Jól