Íslenskt, nei takk Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun