Skoðun

Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju

Þorsteinn Víglundsson skrifar
Á liðnum áratug hefur handbært fé Landsvirkjunar frá rekstri fjórfaldast í Bandaríkjadölum. Handbært fé frá rekstri er það fjármagn sem Landsvirkjun hefur til umráða í lok hvers rekstrarárs eftir að hafa staðið skil á rekstrargjöldum og vöxtum. Á sama tímabili hefur raforkusala Landsvirkjunar aukist úr 6.800 GWh í nær 13.000 GWh, eða því sem næst tvöfaldast. Stærstur hluti þessarar aukningar er tilkominn vegna raforkusölu til stóriðju.

Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar undangengin tíu ár hefur verið liðlega 18% að jafnaði í Bandaríkjadölum. Eigið fé fyrirtækisins hefur liðlega fjórfaldast á tímabilinu og félagið greitt um 45 milljónir dala í arð til eigenda sinna að auki.

Þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum, m.a. í Kárahnjúkavirkjun, og tilheyrandi vaxtakostnað, hefur handbært fé á hverja selda einingu í raun tvöfaldast. Þessi þróun ber aukinni arðsemi Landsvirkjunar á sama tíma glögglega vitni.

Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar er því haldið fram að raforkusala til stóriðju hafi ekki skilað eigendum sínum tilhlýðilegri arðsemi. Landsvirkjun er ríkisfyrirtæki og því í eigu íslensku þjóðarinnar. Hún hefur sem eigandi bæði notið þess að eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað að raungildi.

Í skýrslu Sjónarrandar kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×