Ofan í kassana! Ögmundur Jónasson skrifar 28. desember 2011 06:00 Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla málefnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðsins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovétmanna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóðfélaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstaklingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagnvart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskiptaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjölmiðlar engan áhuga á efnisinnihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþingmaður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun