Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag [email protected] skrifar 25. janúar 2011 07:00 Meirihluti landsmanna vill samþykkja Icesave. Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Icesave Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Icesave Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira