Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2011 22:44 Valskonan Íris Ásta Pétursdóttir lætur hér vaða á markið í kvöld. Mynd/Stefán Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira