Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. febrúar 2012 15:06 Mynd/Stefán Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega." Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega."
Olís-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira