Sport

Harry Potter í ástralska lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Potter lék sinn fyrsta landsleik á dögunum og hafði líka húmor fyrir nafninu sínu.
Harry Potter lék sinn fyrsta landsleik á dögunum og hafði líka húmor fyrir nafninu sínu. Getty/Ross Parker

Harry Potter lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir ástralska landsliðið í ruðningi. Hann skoraði við það tilefni á blaðamenn að finna upp á einhverjum frumlegum orðaleikjum með nafnið hans.

Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum.

Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu.

Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn.

Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi.

Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter.

Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“.

Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina.

„Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi.

„Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×