Segist hafa kynnt hugmyndir um minnkun bankakerfisins Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 10:49 Tryggvi Þór Herbertsson bar vitni í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var með víðtækar hugmyndir um sameiningar í bankakerfinu í ágúst 2008 til þess að minnka efnahagsreikning bankanna og draga úr kostnaði. Fyrir Landsdómi í dag sagðist Tryggvi hafa kynnt hugmyndirnar fyrir Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, þá þegar. „Forsætisráðherra bað mig um að tala við alla bankastjórnendur og eigendur og reyna að festa hönd á hvernig hægt væri að minnka þetta kerfi," sagði Tryggvi í vitnastúku. Hann hafi því unnið hugmynd með fullri vitneskju og stuðningi ráðherrans. Sú hugmynd fól meðal annars í sér sameiningu Glitnis og Landsbankans. Öll norræn starfsemi myndi flytjast í FIH bankann, sem var í eigum Kaupþings, og það yrði reynt að selja eins mikið af eigum og hægt væri. „Jafnframt tillaga um að ríkið gæfi út evruskuldabréf og þessi bréf færð bönkunum. Í staðinn fengi ríkið öll íbúðabréf með afföllum og þau færð inn í Íbúðalánasjóð," sagði Tryggvi. Hann segist hafa rætt þessa hugmynd við fulltrúa allra bankanna. Fyrirstaða hafi verið á meðal aðaleiganda Glitnis og aðaleigandi Landsbankans vildi ekki fara þessa leið á þeim tíma. „Það hefur komið mér á óvart hvað menn hafa gert lítið úr þessari miklu viðleitni sem var af hendi forsætyisráðuneytisins til þess að sameinast um aðgerðir til þess að bankakerfið yrði sterkara, kostnaðarminna og hægara yrði um að selja eignir," sagði Tryggvi. Undir vissum kringumstæðum hefði verið hægt að minnka kerfið á þennan hátt að mati Tryggva. „Við trúðum því að þetta væri allavega tilboð sem væri þess virði að gera og við hefðum tæpast gert það nema við hefðum trúað því að þetta væri etitthvað sem hefði skilað árangri," sagði Tryggvi. Þessi orð Tryggva stangast á við framburð Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarformanns Glitnis, og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, sem segja að forsætisráðuneytið hafi ekki haft frumkvæði að hugmyndum um að minnka bankakerfið.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira