Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 20:59 Snæfellskonur eru komnar inn í úrslitakeppnina. Mynd/Baldur Beck Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira