San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 09:30 Ginobili í baráttu við Jason Kidd í nótt. Mynd/AP/Eric Gay San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira