Skylt að afhenda gögnin Erla Hlynsdóttir skrifar 16. maí 2012 12:15 Jens Kjartansson lýtalæknir Lögmanni tuga kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni, er skylt að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn kvennanna. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. Það var í lok síðasta árs sem hið svokallaða PIP-mál kom upp. Þá varð ljóst að Jens Kjartansson hafði sett gallaða sílíkonpúða í fjölda kvenna. Í framhaldi af málinu hófst rannsókn skattayfirvalda á bókhaldi Jens vegna gruns um skattsvik. Saga Ýrr Jónsdóttir er lögmaður tuga kvenna sem ætla í mál við Jens, og það eru nöfn og kennitölur þessara kvenna sem skattrannsóknastjóri vill fá. Saga neitaði beiðni skattayfirvalda með vísan í trúnað milli lögmanns og skjólstæðings. Þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun sagðist hún ætla að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Skattrannsóknastjóri fór með þetta mál fyrir dómstóla eftir að Saga hafði neitað. Hann vísar í lög um tekjuskatt þar sem segir að öllum sé skylt að veita skattayfirvöldum þær upplýsingar sem óskað er vegna skattarannsóknar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki áður reynt á þessi ákvæði á Íslandi gagnvart lögmönnum, en þagnarskylda þeirra gagnvart skjólstæðingum sínum er afar rík. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Lögmanni tuga kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni, er skylt að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn kvennanna. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. Það var í lok síðasta árs sem hið svokallaða PIP-mál kom upp. Þá varð ljóst að Jens Kjartansson hafði sett gallaða sílíkonpúða í fjölda kvenna. Í framhaldi af málinu hófst rannsókn skattayfirvalda á bókhaldi Jens vegna gruns um skattsvik. Saga Ýrr Jónsdóttir er lögmaður tuga kvenna sem ætla í mál við Jens, og það eru nöfn og kennitölur þessara kvenna sem skattrannsóknastjóri vill fá. Saga neitaði beiðni skattayfirvalda með vísan í trúnað milli lögmanns og skjólstæðings. Þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun sagðist hún ætla að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Skattrannsóknastjóri fór með þetta mál fyrir dómstóla eftir að Saga hafði neitað. Hann vísar í lög um tekjuskatt þar sem segir að öllum sé skylt að veita skattayfirvöldum þær upplýsingar sem óskað er vegna skattarannsóknar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki áður reynt á þessi ákvæði á Íslandi gagnvart lögmönnum, en þagnarskylda þeirra gagnvart skjólstæðingum sínum er afar rík.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira