"Ég verð forseti fólksins" 27. maí 2012 11:00 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi. mynd/andreaolafs.is „Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira