Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna BBI skrifar 30. maí 2012 22:43 Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Í framsöguræðu sinni sagði Andrea Ólafsdóttir mikilvægt að forsetinn veitti þinginu aðhald. Hún sagði að þó rómantískt væri að ímynda sér hlutverk forsetans sem ópólitískt væri svo einfaldlega ekki. Forsetinn væri hluti af stjórnskipan landsins. Þegar gjá myndast milli þings og þjóðar gæti forsetinn verið mikilvægt pólitískt afl. Ari Trausti lagði áherslu að forsetinn væri trúnaðarmaður þjóðarinnar og lýðræðislegur eftirlitsmaður stjórnarskrárinnar. Hann væri hvorki málpípa eins flokks né í stríði við þing og þjóð. Forsetinn væri ekki Hrói höttur heldur maður orðsins. Ástþór Magnússon taldi að fyrsta verk forseta ætti að vera að efna til friðarfundar til að ná sátt meðal þingmanna. Hann gagnrýndi fjölmiðla landsins mjög í ávarpi sínu og sagði þá ráðskast með lýðræðið. Hann taldi að forseti ætti að halda námskeið fyrir starfsmenn fjölmiðla í lýðræði og loks lýsti hann því yfir að Þóra Arnórsdóttir væri fjölmiðlagæs sem matreidd væri ofan í þjóðina. Hannes Bjarnason sagði að forsetinn ætti að vera fulltrúi sátta í samfélaginu og gera sitt til að sætta stríðandi hópa í samfélaginu. Hann taldi forsetann ekki eiga að vera pólitískan. Hann hóf ávarp sitt á því að kynna sig og rökstuddi það með því að hann væri minnst þekktur allra frambjóðendanna. Herdís Þorgeirsdóttir hafði áhyggjur af þeim sterku fjármálaöflum sem hafa áhrif á stjórnmálin almennt og taldi mikið áhyggjuefni að þau væru stöðugt að eflast. Vegna þessara afla fannst henni flókið mál að tala um stjórnarskrárfrumvarpið og stjórnskipan landsins. Engu að síður fór hún vel yfir frumvarp Stjórnlagaráðs. Ólafur Ragnar Grímson sagði í ávarpi sínu að megin meinsemd íslenskrar stjórnskipunar, sem leiddi til hrunsins, ekki hafa falist í stjórnarskránni heldur ósiðum stjórnmálamanna og því flokkakerfi sem myndast hefur á Íslandi síðustu ár. Núverandi stjórnarskrá Íslands telur hann hafa staðist þá eldraun sem hrunið var með sóma en engu að síður fannst Ólafi ýmsar athyglisverðar hugmyndir koma fram í nýja frumvarpi Stjórnlagaráðs. Þóra Arnórsdóttir fjallaði ítarlega um þær breytingar sem tillögur stjórnlagaráðs munu hafa á forsetaembættið. Eftir sem áður taldi hún vægi forsetans haldast svipað þó hlutverkið tæki ákveðnum breytingum. Hún sagði að málskotsréttur forsetans væri efnislega óbreyttur í nýju stjórnarskránni en taldi ólíklegt að forsetinn myndi beita honum, enda væri hann hugsaður sem neyðarúrræði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira