Reyna aftur að fá risahöfn samþykkta Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2012 20:30 Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið. Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Langanesbyggð reynir nú í annað sinn að fá risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag en Skipulagsstofnun lagðist gegn því í fyrra og taldi áformin þá ekki raunhæf. Ráðamenn Langanesbyggðar ætla samfélaginu þar engin smáræðis umsvif í framtíðinni. Í Gunnólfsvík eru þeir búnir að láta teikna langstærstu höfn á Íslandi, með allt að tíu kílómetra viðleguköntum. Við Þórshöfn gera þeir ráð fyrir að flugvöllurinn verði stækkaður svo mikið að hann verði sá næststærsti á landinu, á eftir Keflavíkurflugvelli.Höfnin í Gunnólfsvík yrði sú stærsta á Íslandi.Hugmyndin er að bjóða fram aðstöðu fyrir umskipunarhöfn vegna siglinga yfir Norðuríshafið og iðnaðarlóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Nokkrir landeigendur brugðust hins vegar ókvæða við þegar áformin voru kynnt í fyrra, töluðu um loftkastala, og bentu á að gildistaka skipulagsins myndi þrengja möguleika þeirra til framkvæmda á eigin jörðum. Undir þetta tók Skipulagsstofnun, sagði áform um risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi ekki raunhæf, og ekki væri rétt að takmarka mögulegar framkvæmdir bænda fyrr en raunhæfari forsendur lægju fyrir.Eftir stækkun yrði Þórhafnarflugvöllur næststærsti flugvöllur landsins.En nú hefur Langanesbyggð auglýst aðalskipulagið að nýju, en með breytingum, og segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri að tekið hafi verið tillit til óska landeigenda, iðnaðarlóðir minnkaðar og þverbraut flugvallarins stytt. Þá hefur það líka gerst í millitíðinni að alþjóðleg fyrirtæki eru farin að gera viljayfirlýsingar við sveitarfélög hérlendis um hafnaraðstöðu vegna olíuleitar í Norðurhöfum. Frestur til að skila inn athugasemdum við nýja skipulagið er til 25. júní. Í viðtali á Stöð 2 í mars í fyrra sagði Gunnólfur sveitarstjóri að byrjað væri að kynna erlendum fjárfestum og stórveldum áformin, búið væri að útbúa bækling á kínversku og kínverski sendiherrann hefði heimsótt Langanesbyggð til að kynna sér málið.
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Viljayfirlýsingar komnar um þrjár þjónustuhafnir fyrir olíuborpalla Olíudreifing hefur í samstarfi við stærsta þjónustufyrirtæki heims við olíuborpalla gert viljayfirlýsingar síðustu tvo daga um að hafnirnar á Reyðarfirði, Húsavík og Akureyri verði þjónustumiðstöðvar við olíuleit á Jan Mayen-hryggnum og við Austur-Grænland. Spáð er að fyrsti borpallurinn komi á Drekasvæðið eftir eitt ár til þrjú ár. 12. apríl 2012 18:30