Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2012 10:42 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Frakka í sendiráðsbústaðnum í París. mynd/ elly. Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni. Matur Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni.
Matur Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira