Skoðun

Stuðningsgrein: Þóru eitt kjörtímabil, síðan Ara Trausta

Ólafi Ragnari er ýmislegt til lista lagt, og hann hefur margt vel gert. En hann mærði útrásarvíkinga fyrir hrun, og eftir hrunið neitaði hann að horfast í augu við afleiðingar þess. Í áramótaávarpi sínu á nýárdag 2012 lét hann að því liggja að hann myndi ekki að bjóða sig aftur fram, - segist svo ekkert hafa meint það.

Þegar hann tilkynnti framboð sitt lýsti hann yfir að hann kynni að kjósa að sitja ekki allt kjörtímabilið, - segist svo ekkert hafa sagt það. Það væri þjóðahneisa að kjósa svona hrunverja og ósannindamann til forseta enn eitt kjörtimabil til viðbótar þeim fjórum sem komin eru. Og verði hann endurkjörinn, þá er engin trygging fyrir því að hann sitji ekki sjötta kjörtímabilið, - önnur en hans eigin orð!

Ari Trausti kom seint fram, en hefur kynnt sig vel. Hann er vel til forseta fallinn, en hefur enga möguleika til að ná kjöri núna, - kosningafylgi við hann er hins vegar líklegt til að koma Ólafi Ragnari að.

Kjósum Þóru núna, Ara Trausta næst!




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×