Kristján vann í Hvaleyrinni eftir dramatískan bráðabana | Ólafur Björn á -25 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 13:31 Kristján Þór Einarsson vann dramatískan sigur í Hafnarfirði. Mynd/GVA Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Meistaramótum golfklúbba lauk víða í gær. Kristján Þór Einarsson vann hjá GK eftir bráðabana og vallarmet. Úrslit í meistaraflokki karla hjá GR réðust einnig í bráðabana. Kristján Þór var níu höggum á eftir Axel Bóassyni fyrir gærdaginn en náði að skila sér í hús á 62 höggum sem er nýtt vallarmet. Axel spilaði á 71 höggi og var á sex höggum undir pari samanlagt, rétt eins og Kristján Þór. Því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit en hann var dramatískur. Alls þurfti sjö holur í bráðabana til að fá niðurstöðu en úrsltin réðust á 10. braut, þar sem Kristján lék á pari en Axel fékk skolla. Rúnar Arnórsson lék frábærlega fyrstu þrjá dagana en náði sér ekki á strik í gær. Hann lék þá á 77 höggum og var samtals á fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki bar Tinna Jóhannsdóttir sigur úr býtum með því að spila á samtals þremur höggum yfir pari. Signý Arnórsdóttir kom næst á sjö höggum yfir pari.Haraldur vann í GR Haraldur Franklín Magnús og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báru sigur úr býtum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Haraldur og Arnór Ingi Finnbjörnsson léku dagana fjóra á samtals átta höggum undir pari og þurfti því bráðabana til í karlaflokki. Haraldur hafði betur strax á fyrstu holu og er því klúbbmeistari GR í fyrsta sinn. Ólafía Þórunn vann yfirburðasigur í kvennaflokki en hún lék á samtals einu höggi undir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir kom næst á sautján höggum yfir pari.Ótrúleg frammistaða Ólafs Björns Ólafur Björn Loftsson hafði mikla yfirburði á meistaramóti Nesklúbbsins þar sem hann lék á samtals 25 höggum undir pari vallarins (68-68-64-63). Er það lægsta skor í sögu meistaramóts NK en Ólafur fékk alls 28 fugla á mótinu og tvo erni. Guðjón Henning Hilmarsson sigraði á meistarmóti GKG en næstur kom Sigmundur Einar Másson. Örn Ævar Hjartarson varð klúbbmeistari GS í tólfta sinn á ferlinum og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki en hún tók þátt í meistaramóti í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá bar Thoedór Emil Karlsson sigur úr býtum hjá Kili í Mosfellsbæ.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira